top of page

 

Kimberley Process

Demantar frá S&T koma með upprunavottorði samkvæmt Kimberley Process.

"The diamonds herein invoiced have been purchased from legitimate sources not involved in funding conflict and in compliance 
with United Nations Resolutions. The undersigned hereby guarantees that these diamonds are conflict free, based on personal
knowledge and/or written guarantees provided by the supplier of these diamonds."

 

Fróðleikur

 

Að breyta náttúruefnum í skart - það er okkar hugsjón. Sá sem smíðar skartgripi þarf að þekkja vel til hráefnisins og alls þess sem unnt er að gera við það. Gullsmiðurinn verður að vasaútgáfu af eðlis-, efna- og jarðfræðingi.

 

Við handsmíðum - gripi úr ólíkum eðalmálmum. Mest er unnið með 14 karata gull. Hreint gull er 24 karöt (hentar ekki í skart vegna mýktar) en talan lækkar og gullið harðnar eftir því sem öðrum málmum er bætt í það. Í 14K gull er td.58.5% hreint gull (585), 18K 75% hreint gull (750).

Við notum líka mikið af hvítagulli en það er blanda gulls, silfurs og palladium og mjög ljóst á lit. Hvítagull er að eðli sínu mjög ljósgrár málmur.

 

Einnig smíðum við úr 18 karata gulli og platínu. Viðskiptavinir velja oft málmana sem þeir vilja láta vinna úr.


Smíðavænt sterling silfur (merkt töluni 925) er einn helsti málmurinn sem við notum. Við bjóðum upp á rhodiumhúðun á okkar silfri svo það falli síður á það, rhodíumhúðin eyðist með timanum. Sterling silfur (925) glansar meira og er hvítara en rhodíum og auðveldara að hreinsa og viðhalda þegar það fellur á. Fyrir þá sem kaupa innflutt silfurskart sem kemur frá löndum utan EU skal hafa i huga að það er oft nikkelhúð undir rhodíumhúð sem gæti valdið ofnæmi.

 

 

Steinar

 

Demantur,frægasti eðalsteinninn, er sú steind sem við notum hvað mest í skartgripina okkar. Við bjóðum alltaf fyrsta flokks steina og ávallt rekjanlega demanta frá landsvæðum án átaka. Við eigum þá til glæra eða litaða og aðstoðum við að velja rétta steina.

 

Gæðaflokkun demanta fer eftir lit, leiftri (slípun) og hreinleika (gegnsæi) en stærðin er mæld í karötum. Eitt karat er 0,2 grömm en karatið skiptist í 100 punkta. Demantur sem er 10p er tíundi hluti úr karati eða 0,10ct. Verðið fer eftir stærð og gæðaflokkun.

 

Sérkenni S&T er meðal annars smíði skarts með öðrum eðalsteinum en demöntum, til dæmis bláum, gulum, bleikum og fjólubláum safírum eða rauðum rúbín. Við eigum fallegt safn af öðrum eðalsteinum eins og grænum smarögðum, alla vega litum túrmalín og ópal, tópas og fölbláum akvamarín… fyrir þig að velja úr.

 

 

Nátturulegt eða ekki

 

Þegar við segjum td. blár safír, er steininn nátturulegur ekta safír. Hafið það í huga að á Íslandi er löglegt að kalla td. verksmiðju frámleiddan bláan stein safír. Þetta ruglar neytandann og okkur finnst að það á að koma skýrt fram hvort steinn er óekta eða ekki.

 

Íslenskir skrautsteinar hjá S&T eru flestir af þeirri tegund sem nefnist kvars, þ.e. litað kvars (jaspís, agat) eða hvít og glært (kalsedón, bergkristall). En við höfum líka orðið okkur úti um annað hráefni, til dæmis íslenskt hraun sem við tínum sjalf, og gamlar íslenskar  hvaltennur.

 

Að hugsa vel um skratgrípina sína

 

Skartgripir úr eðalmálmum munu rispast með tímanum, þegar þeir komast í snertingu víð harðari eða svipað efni. Mikilvægt er að hugsa vel um skartgripi sína.

 

Varast ber aðstæður  þar sem skartið skemmist auðveldlega, td. í vinnu, ræktinni eða jafnvel þegar klappað er á gleðistundum og hringar á sitthvorri hendi rekast saman.

 

Þegar skartið er ekki í notkun er gott geyma það i S&T öskju sem það kom í. Demantsskartgripir sérstaklega geta rispað hvor annan og aðra skartgripi.

 

Eftirtalin efni geta haft skaðleg áhrif á skart: td.klór, hreinlætisefni, hárspray og ilmvatn. Hafa skal í huga að lyf, áfengi og sumar fæðutegundir geta haft áhrif á pH-gildi húðarinnar. Sem hraðar oxun skartsins.

 

Við mælum með að þú komir með skartið þitt td. einu sinni ári til okkar i eftirlit. Gullsmiðirnir okkar vega og meta hvort þörf sé á viðhaldi. Ef svo er gefum við tilboð í verkið.

Logo Sigga & Timo
bottom of page