Opið
Mið - Fös 12-17
Ef þið komist ekki (Mið-Fös) heyrið í okkur og við finnum tíma sem ykkur hentar (Lau-Þri).
Sigga
Sigriður Anna Sigurðardóttir (úr Hafnarfirði). Lauk gullsmíðanámi við Iðnskólann í Reykjavík 1989. Lærði frekari gullsmíði við hönnunardeild Tækniháskólans í Lahti í Finnlandi og útskrifaðist þaðan 1991.
Fékk meistarabréf 1991. Vann við gullsmíði á Nantucket, Massachussetts 1991-1992. Flutti því næst til Íslands.
Stofnaði fyrirtækið Sigga & Timo 1993.
Timo
Timo Salsola (frá Rauma í Finnlandi).
Útskrifaðist sem gullsmiður frá hönnunardeild Tækniháskólans í Lahti í Finnlandi 1991. Vann sem gullsmiður í Thun í Sviss 1991-1992 og í Nantucket, Massachussetts, 1992.
Flutti til Íslands með Siggu (eða Sigga með honum) og stofnaði með henni fyrirtækið Sigga & Timo 1993.