Opið
Mið - Fös 12-17
Ef þið komist ekki (Mið-Fös) heyrið í okkur og við finnum tíma sem ykkur hentar (Lau-Þri).
Daglega fáum við til okkar viðskiptavini sem vilja láta sérsmíða fyrir sig, allt frá einföldum hlutum til flóknari smíði.
Stór hluti af okkar vinnu er að uppfylla óskir viðskiptavina okkar, þeir taka líka oft þátt í hönnun pantaðra skartgripa.
Það gefur þeim nýtt og persónulegt yfirbragð, og viðskiptavinirnir hafa eignast enn meira í skartinu en margan grunar.
Fyrst tölum við saman um hugmyndina og dagsetningar, skoðum td. steina. Hjá okkur er hægt að sjá mikið úrval eðalsteina og demanta.
Siðan getum við teiknað þetta upp og sent mynd eða myndir (renderingar) af skartinu, kostnað og tímann sem tekur að smíða gripina.
Gerum breytingar ef þörf er og eftir samþykki byrjum við að handsmíða eitthvað sérstakt fyrir þig.