top of page



1. Skilgreining
Seljandi er Sigga og Timo ehf, kennitala 671296-2499, virðisaukanúmer 52758 .

2. Skilaréttur
Skiptifrestur er 30 dagar frá afhendingardegi. 
Vara sem er skilað þarf að vera í upprunalegu ástandi og í upprunalegum umbúðum. Ábyrgðarskírteini þarf að fylgja þegar það á við. Kvittun eða vörureikningur þarf einnig að fylgja þegar það á við.
Vörur eru ekki endurgreiddar, heldur einungis er um inneignanótu í verslun okkar að ræða.


3. Pöntun
Ef varan er ekki til á lager getum við sérsmíðað sambærilega vöru ef þess er óskað. Upplýsingar um það skulu berast í gegnum tölvupóst info@siggaogtimo.is

Ein stærðarbreyting á hringum er innifalinn í kaupverðinu, sé hún gerð innan 1 mánaða frá kaupdegi og varan er ónotuð. Hámark 3 númer stækkun innifalinn í hringa nema silfurhringum. Séu hringar sendir með pósti til breytingar, greiðir kaupandi sendingakostnað.

4. Upplýsingar
Seljandi veitir upplýsingar um vörur eftir bestu vitund hverju sinni.
Seljandi birtir allar upplýsingar með fyrirvara um bilanir, vírusa, prent-, birtingar- og innsláttarvillur í texta, verðum og myndum.
Vöruúrval getur verið mismunandi milli vefsins og verslunar.


5. Verð
Sigga & Timo áskilur sér rétt til að breyta verði án fyrirvara, t.d. vegna þess að heimsmarkaðsverð eðalmálma getur breyst hratt.
Villur í verði geta orðið til fyrir slysni og eru ekki bindandi fyrir Sigga & Timo og er okkur heimilt að breyta því án frekari útskýringa
Öll verð eru gefin upp í Íslenskum krónum og með virðisaukaskatti.


6. Greiðsla
Við tökum á móti: VISA, Mastercard, American express og Netgiro .
Hægt er að inna greiðslu af hendi með bankamillifærslu og er sá möguleiki fyrir hendi með að senda tölvupóst á info@siggaogtimo.is


7. Póstsendingar innanlands
Allar vörur sem eru sendar fara með Íslandspósti og greiðir kaupandi sendingarkostnaðinn samkvæmt verðskrá Íslandspósts.

Um leið og sending er farin frá seljanda er hún á ábyrgð kaupanda.
Seljandi og kaupandi geta samið sérstaklega um tryggingu á sendingu og þarf kaupandi sérstaklega að biðja um það hjá info@siggaogtimo.is


8. Póstsendingar til útlanda
Ef verslað er erlendis frá greiðir kaupandi sendingarkostnaðinn, og allan þann aukakostnað sem kemur til vegna sendingar.
Seljandi og kaupandi geta samið sérstaklega um tryggingu á sendingu og þarf kaupandi sérstaklega að biðja um það hjá info@siggaogtimo.is



 

bottom of page