Þar sem hjartað slær. Frá byrjun 1993 hefur verkstæðið og fólkið okkar verið mikilvægasta auðlindin við hönnun og smíði. Gullsmíðar þróast og við tökum þátt í breytingunum. Við teljum mikils virði að hafa getað sameinað íslenska og finnska skartsmíðahefð á einn stað og eiginn frumleika og hjartans áhugamál í annan stað… og hafa fengið jafn góðar viðtökur og raun ber vitni.